Söm við sig velferðarstjórnin!

Það er einkennilegt hvernig þingmönnum samfylkingar tekst alltaf að snúa hlutunum á hvolf, þurfa menn sérstaklega að vera tregir til að fá þar húspláss? Magnús Orri Schram hefur ef til vill ekki tekið eftir því að ríkisstjórnin hans hefur alveg frá því hún tók við varið bankana fyrir kröfu almennings í landinu um leiðréttingu stökkbreyttra skulda. 

Hann hlustar sennilega um of á forsætisráðherra sem tönnlast sí og æ á því að það sé búið að gera 50 hluti sem hafi bjargað stærstum hluta heimila í landinu, líklegast ekki haft fyrir því að leita þeirra sem hafa notið góðs af þessum gjörningum.


mbl.is Magnús Orri vill bankaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnúsi Orra er nú í lófa lagið að skrúfa aðeins niður í þessum mikla hagnaði. Ríkið á sparisjóðina og Landsbankann. Ríkið stjórnar fjármálalífi landsins. hagnaður bankanna stafar fyrst og fremst af vaxtamun inn og útlána. Ef ríkið myndi stilla þetta af, svo eitthvert réttlæti væri í, þá þyrfti ekki að setja neinn skatt á þetta.

En að sjálfsögðu dettur samfylkingarþingmanninum unga ekkert betra í hug en skattheimta. Það er eina lausnin sem vinstri flokkarnir hafa á takteinunum þessa dagana.

Þetta er nöturlegt.

joi (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband