Einkennilegt fréttamat.

Það kemur verulega á óvart að allar fréttagreinar sem mbl vísar til um mótmælin fjalla á hlutlausan hátt um málið, skýra frá hvað er að gerast, nema ein skrifuð af Íslendingi í Huddington Post , en þar er heimsendaspá Steingríms þulin yfir umheiminum, allt fer hér í rúst ef við látum ekki kúga okkur og svo framvegis, hvað er eiginlega að hjá okkur, geta Íslenskir blaðamenn unnið fréttir á hlutlausan hátt, hvorki hér á landi né annarsstaðar í heiminum?
mbl.is Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Þetta er alveg rétt hjá þér.  Þetta var meira eins og að lesa áróðursplagg ritstjóra eða þrýstihóps.  Eiginlega til skammar ef að þetta er ekki einhvers konar fastur pistill sem á að vera svona "meiningasterkur".

Haukur Sigurðsson, 3.1.2010 kl. 11:37

2 identicon

Sæll Kjartan, að mörgu leiti rétt hjá þér en mér finnst BBC gera þessu best skil og aðrar greinar meira og minna byggðar á henni jafnvel ABC vísar beint til BBC.

Ljósið í myrkrinu er samt umfjöllunin og ekki veitir okkur  af.

Við erum búinn að samþykkja lög þess efnis að við ætlum að borga, bara ekki án fyrirvarana sem settir voru í Ágúst.  Það er það sem allt snýst um.

An original agreement negotiated with the British and Dutch governments was approved in August.

But subsequent amendments negotiated by the prime minister were rejected in both countries, forcing a fresh vote.

Under the new deal the money - which represents 40% of the country's GDP - will be repaid gradually, staggered until 2024

fridrik (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 12:51

3 identicon

Það er alvitað að Huffington Post er "ultra vinstra batterý" þar safnast vinstrimenn saman og grenja.

LS.

LS (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband