22.6.2010 | 13:30
Er svona mikil ástæða til að gráta með lánastofnunum
Það vekur hroll að hlusta á tregafulla, nánast grátklökka rödd alþýðuráðherrans ræða um vandræði lánastofnanna ef þau þurfa að standa við þá hluta lánasamninganna sem ekki var dæmdur ólöglegur. Það voru bankarnir/fjármögnunarfyrirtækin sem gerðu þessa samninga, þeir settu enga fyrirvara um hvað ætti að gera ef gengistryggingin héldi ekki og það er því þeirra að taka á sig vandann.
Á meðan ekki var útséð með úrslit málsins í Hæstarétti heyrðist hvorki í grátklökka ráðherranum né stjórnendum lánastofnanna um hver örlög íslenskra fjölskyldna yrðu. Margar þeirra hafa mátt þola mikil bágindi af völdum handrukkara kerfisins og telja líklegast enga ástæðu til að hafa samúð með kvölurum sínum
![]() |
Lausn á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr!
Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.