9.9.2010 | 14:35
Óviðeigandi gerðir borgarstjóra.
Fyrir mitt leiti verð ég að segja að hækkun hans á orku til Reykvíkinga er miklu meira óviðeigandi en misheppnaður brandari í útlöndum. Væri ekki nær að þjarma að honum vegna hennar?
![]() |
Ég er og verð óviðeigandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Kjartan. Algjörlega óviðeigandi og að auki óverjandi.
Gylfi Björgvinsson, 9.9.2010 kl. 14:57
Sammála ykkur algjörlega óviðeigandi og óverjandi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.9.2010 kl. 15:00
Og hverjir ber ábyrgð á skuldum OR??? Er ekki atriði að skoða málið í víðara samhengi áður en maður talar með endaþarminum??
Davíð (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:11
Sammála þér Davíð
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:25
Davíð, veist þú hver ber ábyrgð á óráðsíu og fjáraustri OR til hægri og vinstri? Ég veit ekki betur en að R listinn í Reykjavík og fulltrúar hans í stjórn OR hafi gert fyrirtækið að því skrímsli sem það er í dag. Þú vonandi leiðréttir mig ef ég fer með rangt mál.
Kjartan Sigurgeirsson, 9.9.2010 kl. 15:49
Þeir listar sem hafa verið við völd mestmegnis undanfarna 2 áratugi eða svo bera ábyrgð á þessu. R-listinn var þar á meðal og eiga þeir sök að máli með því að krefjast þess ekki að framsóknarblésinn hann Alfreð fær frá í OR.
Besti flokkurinn kemur þarna inn núna og þarf að hreinsa upp draslið eftir aðra...ekki hægt að koma sökinni á þá þó margir gjarnan vildu.
Davíð (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:33
Kjartan Sigurgeirsson: Ég skal leiðrétta þig, það var Framsókn með Alfreð Þorsteinsson sem hélt í stjórnartauma OR þar sem hann var starfandi stjórnarformaður Orkuveitunnar og í stjórnartíð hans var ráðist í mjög svo stórar framkvæmdir, má þar helst nefna í virkjanamálum með stækkun Nesjavallavirkjunar, gerð virkjunar á Hellisheiði risabyggingu höfuðstöðva Orkuveitunnar á Bæjarhálsi sem kostaði dágágóða upphæð, svo má ekki gleyma gæluverkefnum á risarækjueldi, gott ef lúðueldi var ekki líka í skoðun, ljósleiðaraævintýrið svo fátt eitt sé nefnt. En jú, þetta var reyndar rétt hjá þér að það hét víst "R listinn" sem var samsull Alþýðuflokks, Alþýðubandalaginu, Framsóknarflokks og Samtök um kvennalista.
Sævar Einarsson, 10.9.2010 kl. 04:09
Sævarinn og Davíð. Það má mjög vel vera að ég hafi aðeins farið fram úr mér með því að skella skuldinni á Jón Gnarr og hans lið, en vissulega er samstarfsflokkur hans ábyrgur fyrir því að "Greifinn af OR" var ekki stöðvaður þegar hann geystist fram með ótrúlega óspilunarsemi og sýndi landslýð með óyggjandi hætti að það er alls ekki erfitt að eyða peningum annarra, sérstaklega þegar OR hefur fullkomið hreðjatak á greiðendum, eina leiðin út úr því er í gröfina. Vonandi verður veturinn ekki kaldur.
Kjartan Sigurgeirsson, 10.9.2010 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.