Mismunun eftir þjóðerni - ástæða til að samþykkja Icesave III

Löglærðir álitsgjafar á mála hjá Ríkisstjórn Íslands spila gjarnan út þeim trompum að EFTA dómstóll hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að ábyrgð íslenska ríkisins á öllum innstæðum á Íslandi sé augljós mismunun eftir þjóðerni og hljóti að leiða til þess að íslenskir skattgreiðendur beri ábyrgð á innstæðum á Icesave reikningum í Bretlandi og Hollandi. 

En stöldrum aðeins við, getur verið að þessir álitsgjafar hafi gleymt að athuga hvort íslenskum innstæðueigendum á Icesave reikningum Landsbanka í Bretlandi og Hollandi hafi verið tryggðar greiðslur innstæðna af íslenska ríkinu.  Ég tel alveg víst að Bretum og Hollendingum sem áttu innstæður í íslenskum bönkum á Íslandi hafi verið tryggðar greiðslur til jafns á við Íslenska innstæðueigendur.

Sé þessi grunur minn réttur, get ég ekki séð að neitt sé að óttast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband