Hljómar svolítið einkennilega að það þurfi vísindamenn til að komast að því hvort veggjöld um Vaðlaheiðargöng standi undir kostnaði við fjármögnun. Með grunnskóla prósentu reikningi kemur í ljós að því fer víðs fjarri.
Áætlaður kostnaður við gerð ganganna er 10.000.000.000 eða tíuþúsund milljónir sem eiga að greiðast á 20 árum, það þýðir að á hverju ári þarf að greiða 500.000.000 í afborganir. Ekki fást þessir peningar ókeypis og reiknast mér til að hvert prósentustig í vöxtum geri 100.000.000. Samkvæmt ávöxtunarkröfu líeyrissjóða þarf ávöxtun að vera 3,5% en það gerir 350.000.000 á ári.
Hverjar verða tekjurnar af þessu ævintýri? Niðurstöður úr teljara sem vegagerðin hafði í Víkurskarði árið 2005, gefa eftirfarandi niðurstöður. Meðalunferð í janúar voru 478 bílar á sólarhring, í febrúar voru á ferðinni 602 bílar á sólarhring í mars voru þeir 815, í apríl 773, í maí 917, í júní 1.381 í júlí 2.024 í ágúst 1.823, í september 884 í október 658 í nóvember 632 og í desember 640. Ef reiknað er með að allir þeir bílar sem fara um Víkurskarð mundu fara um göngin, mætti reikna með að meðaltalsumferð á dag yfir árið væri u.þ.b. 970 bílar á sólarhring. Ég dreg það reyndar stórlega í efa að vegfarendur greiði háar upphæðir til að spara sér örfáa kílímetra að sumarlagi.
Áætlaður kostnaður bara vegna fjármögnunarinnar var kominn í 850.000.000 milljónir í afborganir og vexti samanlagt og gerir það því tekjuþörf 2.300.000 hvern einasta dag ársins
Ef við sleppum öllum öðrum rekstrarkostnaði, þyrfti því hver ferð að kosta 2.400 krónur, mér er stórlega til efs að margir greiði þá upphæð til að spara sér örfáa kílómetra í akstri þegar heiðin er snjólaus.
Þess ber auk þess að geta að á árinu 2005 þegar vegagerðin gerði þessa talningu, kostaði ekki hver lítri af eldsneyti ekki um 250 krónur og hefur eflaust dregið úr umferð þarna eins og annars staðar á landinu.
Segir rangt farið með tilvitnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein og vel rökstudd Kjartan en ég held að þessi rök hrökkvi eins og vatn af gæs þegar Steingímur J og Kristján Möller eiga í hlut, þeim er pólítískt lífsnuðsynlegt að fara út í þetta kjördæma pot, vonandi tekst Ögmundi að standa á sínu í þessu máli og afstýra þessari vitleysu. Ég bý upp í Hvalfjarðarsveit að norðanverðu og vinn í Reykjavík og nota Hvalfjarðargöng sem eru mikil bót fyrir okkur sem notum þau, stórhækkaður rekstrarkostnaður bifreiða síðustu 2 ár hafa dregið mjög úr ferðum hjá okkur yfirleitt, það er eitt atriði sem vert er að taka með í reikninginn að þegar bifreiðinni er ekið um veg með sér gjaldtöku eins og í td. Hvalfjarðargöngum þá er líka á sama tíma verið að greiða vegagjald gegnum eldsneytið.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.