31.12.2013 | 08:19
Hvernig er þessi eignaaukning tilkomin?
Það hafa dunið á landsmönnum sífelldar tilkynningar um að nú sé jafnvægi að komast á eignir og skuldir landsmanna. Ég hef ekki trú á á ég sé einn um að finna ekki fyrir þessari þróun, og spyr því, hvernig er þessi eignaaukning fundin út, og ef hún er raunveruleg, hverjir hafa notið hennar???. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur að stærstur hluti eignaaukningar sé búinn til í Hagstofu Íslands með því að hækka mat á fasteignum landsmanna langt umfram það sem eðlilegt er. Mér sýnist að fasteignamat sé komið að lágmarki 10 til 15% upp fyrir það sem það var fyrir hrun, og ekki sýnileg önnur ástæða en sú að sveitarfélögin vanti meiri tekjur af fasteignagjöldum.
Eignir og skuldir leita jafnvægis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Taktu eftir því að annars vegar er talað um landsmenn og svo er hins vegar lögð áherzla á að eignir auðugustu "fjölskyldnanna" (sic) hafa lækkað að um 46 milljarða kr. Sprungnar loftbólur hverfa sýnum. Miklu fróðlegra væri að sjá töluna um hvað auðugstu fjölskyldurnar eiga eftir sem áður hlutfallslega. Því er örugglega hægt að fletta upp í skýrslu Hagstofunnar - ef allt er með felldu í opinbera kerfinu.
Almenningur (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 09:11
Þetta segi ég af því að enginn má eiga meira en ég, því þá líður mér illa.
Ef einhver á meiri eignir en ég eiga þeir það óverðskuldað.
Sá sem eignast meira en ég hefur ekki eignast þær með því að vinna sér inn fyrir þeim með ráðdeild, útsjónarsemi og dugnaði.
Ég set því fram þessar fullyrðingar:
Þeir sem eiga meira en ég á eiga það óverðskuldað.
Ég á lítið núna og ætti að eiga meira.
Ef ég ætti meira liði mér betur.
Ef einhver á meira en ég líður mér illa.
Til að mér líði vel verð ég að eiga mest.
Það sem ég vinn mér inn vinn ég mér inn með ráðdeild, útsjónarsemi og dugnaði.
Ef ég ætti mest í þessu þjóðfélagi gætu allir sem ættu minna en ég unnið sér það inn með ráðdeild og dugnaði... annars ekki.
...en þar sem ég er ekki útsjónarsamur og duglegur verða þeir sem eiga meira en ég að tapa eignum svo að mér líði betur.
Svona hugsa ég!
Almenningur (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.