Er engan lærdóm hægt að draga af fátækrahverfum síðustu aldar?

Þetta er alls ekki gáfuleg hugmynd, það er búið að reyna aftur og aftur hér á landi að byggja ódýr hverfi fyrir fólk í húsnæðisvanda, það hefur aldrei verið ástæða til að fagna útkomunni.  Ég hef ekki trú á að þeir sem áttu því "láni" að fagna að alast upp í braggahverfum, Höfðaborg eða Pólunum bíði spenntir eftir því að komast í kunnuglegar aðstæður.  Gámar eru hannaðir til allt annarrar notkunar en að vera íverustaðir fólks, svo ég tali ekki um ef þeim er hrúgað saman þannig að ekki er hægt að setja á þá glugga eða koma á loftræstingu.  Síðan er þessi hugmynd að leigja svona blikkdós fyrir 80 þúsund á mánuði merki þess að þessar hugmyndir eru ekki komnar til af mannúðarástæðum
mbl.is 27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér.

Toni (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:43

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er ekki betri lausn að tala við stórverktakana sem eiga slíkar íbúðareiningar á lager jafnvel sumir eins og Ístak. Þær íbúðareiningar eru taflanlegar og eru byggðar frá grunni til að vera íbúðar- eða skrifstofurými, eldhússkálr og svo framvegis allt sftir þörf hverju sinni. Svona voru verktakar að nota við virkjana og stórframkvæmdir um áratuga skeið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.3.2014 kl. 01:00

3 identicon

Þegar að sveitastjórnarmenn eru búnir að búa í svona húsnæði í 2 ár þá er fyrst kominn tími til að athuga hvort eigi að leyfa þetta

Einar (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 03:41

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég er ansi hræddur um að það sé erfitt að gera gám að íbúðarhúsnæði, það er sitt hvað hvort hægt sé að vera þar dagpart í kaffistofu eða skrifstofuhúsnæði. Það var ekki annað að skilja á fréttinni að það ætti að stafla gámunum hverjum ofan á annan. Ég velti því fyrir mér hvað margar gámahæðir niður heyrist tiplið á frúnni í efsta laginu á háhæluðu skónum sínum.  Hef einhvernvegin ekki trú á að það verði svefnsamt í svona blikk einingum ef gleðskapur er á efstu hæðinni.  Ég held að þar sem búið hafi verið í gámum við virkjanaframkvæmdir hafi þeim ekki verið staflað, enda landrými mun ódýrara við virkjanir en á höfuðborgarsvæðinu.

Kjartan Sigurgeirsson, 4.3.2014 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband