9.2.2015 | 21:09
Furðuleg frétta umfjöllun í Kastljósi!
Það var undarleg umræða í Kastljósi kvöldsins um yfirgang Lín, þ.e. að vaða yfir erfingja Steingríms Hermannssonar og krefja þá um að standa við skuldbindingar sem hvíldu á dánarbúi. Það var eins og hvorki fréttamenn Rúv né Guðmundur Steingrímsson hefðu hugmynd um hvernig dánarbú skiptast. En venjan er að sá mismunur sem er á eignum og skuldum, þar með talið ábyrgðum svo og öðrum skuldbindingum gangi til erfingja.
Það var eins og maðurinn sem hefur lýst því yfir að fólk eigi að greiða skuldir sínar, þar átti hann við að skuldarar landsins ættu engan rétt á að notaðir væru peningar sem fengjust úr slitabúum bankanna til að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimilanna hafi ekki hugmynd um hvernig uppgjör skulda er almennt tíðkað.
En þarna hefur sennilega "Séra" Jón verið að tjá sig um mismuninn sem hann vill að sé á milli hans og Jóns.
10.11.2014 | 21:00
Sorgleg vanþekking spyrils Kastljóss á málefni kvöldsins
Kastljós kvöldsins var vægast sagt sorglegt, þar sátu hvor á móti öðrum Sigmar spyrill og Sigmundur Davíð að munnhöggvast um hlut sem hvorugur virtist hafa hið minnsta vit á, þ.e. greiðslujöfnunarreikninga. Á tali Sigmundar virtist það vera að kasta peningum út um gluggann að greiða fyrst inn á greiðslujöfnunarreikninga því þeir séu ekki til þess gerðir að greiða af þeim og forsætisráðherrann virtist ekki vita neitt meira um fyrirbrigðið.
En skemmst er frá því að segja að Greiðslujöfnun á verðtryggðar skuldir er ekki neitt sem Á.P.Á. fann upp og ekki heldur Jóhanna. Greiðslujöfnun var fyrst sett á verðtryggðar skuldir í byrjun níunda áratugs síðustu aldar þegar mismunur var hvað mestur í þróun Lánskjaravísitölu og Launavísitölu.
Í sem stystu máli virkar þetta þannig að ef hækkun Lánskjaravísitölu er meiri en hækkun Launavísitölu safnast mismunur á svokölluðu greiðslumarki og hækkun höfuðstóls á greiðslujöfnunarreikning. Þegar hallinn er á hinn veginn snýst þetta við og mismunur lækkar greiðslujöfnunarreikning, sem er allan tímann vaxtareiknaður og verðbættur eins og aðrir hlutar lánsins, þannig að greiðsla inn á jöfnunarreikningi minnkar í raun höfuðstól lánsins eins og greitt sé beint inn á hann.
Ég held að nánast allir greiðslujöfnunarreikningar sem stofnuðust á níunda áratugnum hafi tæmst áður en lánstímanum lauk eða mjög fljótlega eftir lok umsamins lánstíma. Það er alls ekkert lögmál að Lánskjaravísitala hækki meira en Launavísitala, yfirleitt eru þær mjög nálægt pari og mér segir svo hugur um að ef þróun vísitalna heldur áfram á þann veg sem verið hefur að undanförnu verði ekki langt að bíða þess að skuldarar fari að greiða inn á greiðslujöfnunarreikninga sína.
En það var augljóst að bæði Ísland í dag og Kastljós hömruðu á bullinu í stjórnarandstöðunni án þess að nenna að kynna sér málin, því spyr ég fyrir hvern eru eiginlega þessir fréttaskýringaþættir? Það er allavega ljóst að þeir eru ekki til að leiða sannleikann í ljós.
4.3.2014 | 09:24
Þart ekki talsvert frjálslyndi til að hafa áhuga á þessu?
Atvinnuleysi í Evrópu í Nóvember 2013 | |||||||||||||
Ísland | 5.4% | ||||||||||||
EU | 12.0% | Austria | 4.8% | Belgium | 8.4% | Norway | 3.5% | ||||||
Bulgaria | 12.9% | Croatia | 18.6% | Cyprus | 17.3% | ||||||||
Check republic | 6.9% | Denmark | 6.9% | Estonia | 10.8% | ||||||||
Finland | 8.4% | France | 10.8% | Germany | 5.2% | ||||||||
Greece | 28.0% | Hungary | 8.9% | Ireland | 12.1% | ||||||||
Italy | 12.7% | Latvia | 12.0% | Lithuania | 11.3% | ||||||||
Luxemburg | 6.1% | Malta | 6.4% | Netherlands | 6.9% | ||||||||
Poland | 10.6% | Portugal | 15.5% | Romania | 7.3% | ||||||||
Slovakia | 14.0% | Slovenia | 9.9% | Spain | 26.0% | ||||||||
Sweden | 8.0% | Uniteed Kingdom | 7.1% |
Frjálslynda fólkið að yfirgefa flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2014 | 00:27
Er engan lærdóm hægt að draga af fátækrahverfum síðustu aldar?
27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2013 | 08:19
Hvernig er þessi eignaaukning tilkomin?
Eignir og skuldir leita jafnvægis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2012 | 14:16
Hversu lágt er hægt að leggjast?
Helgarblað Fréttablaðsins 23. Júní 2012 birti frétt um og mynd af stoltum stofnanda fyrirtækis sem hefur það að markmiði að kenna Íslendingum að betla. Fyrirtæki þetta er víst stofnað utan um viðskiptahumynd sem valin var besta hugmynd sem kom fram á Brautargengisnámskeiði sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóð fyrir.
Það er sem betur fer ekki á hverjum degi sem hugmyndir um betl þjóðarinnar koma fram og því ástæða til að fagna verulega þegar það gerist. Maður spyr sig við lestur svona fréttar , hvernig er komið fyrir afkomendum frelsishetjanna frá síðustu og næstsíðustu öld?
Getur það verið að einhver hluti þjóðarinnar sé tilbúinn til að falla í betlarastellingar og biðja Evrópusambandið um ölmusu? Ég vona að svo sé ekki og að stofnun þessa fyrirtækis sé erindisleysa.
Ég bara gat ekki orða bundist, ég átti ekki von á að aumingjagangurinn væri orðinn svona mikillHljómar svolítið einkennilega að það þurfi vísindamenn til að komast að því hvort veggjöld um Vaðlaheiðargöng standi undir kostnaði við fjármögnun. Með grunnskóla prósentu reikningi kemur í ljós að því fer víðs fjarri.
Áætlaður kostnaður við gerð ganganna er 10.000.000.000 eða tíuþúsund milljónir sem eiga að greiðast á 20 árum, það þýðir að á hverju ári þarf að greiða 500.000.000 í afborganir. Ekki fást þessir peningar ókeypis og reiknast mér til að hvert prósentustig í vöxtum geri 100.000.000. Samkvæmt ávöxtunarkröfu líeyrissjóða þarf ávöxtun að vera 3,5% en það gerir 350.000.000 á ári.
Hverjar verða tekjurnar af þessu ævintýri? Niðurstöður úr teljara sem vegagerðin hafði í Víkurskarði árið 2005, gefa eftirfarandi niðurstöður. Meðalunferð í janúar voru 478 bílar á sólarhring, í febrúar voru á ferðinni 602 bílar á sólarhring í mars voru þeir 815, í apríl 773, í maí 917, í júní 1.381 í júlí 2.024 í ágúst 1.823, í september 884 í október 658 í nóvember 632 og í desember 640. Ef reiknað er með að allir þeir bílar sem fara um Víkurskarð mundu fara um göngin, mætti reikna með að meðaltalsumferð á dag yfir árið væri u.þ.b. 970 bílar á sólarhring. Ég dreg það reyndar stórlega í efa að vegfarendur greiði háar upphæðir til að spara sér örfáa kílímetra að sumarlagi.
Áætlaður kostnaður bara vegna fjármögnunarinnar var kominn í 850.000.000 milljónir í afborganir og vexti samanlagt og gerir það því tekjuþörf 2.300.000 hvern einasta dag ársins
Ef við sleppum öllum öðrum rekstrarkostnaði, þyrfti því hver ferð að kosta 2.400 krónur, mér er stórlega til efs að margir greiði þá upphæð til að spara sér örfáa kílómetra í akstri þegar heiðin er snjólaus.
Þess ber auk þess að geta að á árinu 2005 þegar vegagerðin gerði þessa talningu, kostaði ekki hver lítri af eldsneyti ekki um 250 krónur og hefur eflaust dregið úr umferð þarna eins og annars staðar á landinu.
Segir rangt farið með tilvitnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2011 | 11:10
Mismunun eftir þjóðerni - ástæða til að samþykkja Icesave III
Löglærðir álitsgjafar á mála hjá Ríkisstjórn Íslands spila gjarnan út þeim trompum að EFTA dómstóll hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að ábyrgð íslenska ríkisins á öllum innstæðum á Íslandi sé augljós mismunun eftir þjóðerni og hljóti að leiða til þess að íslenskir skattgreiðendur beri ábyrgð á innstæðum á Icesave reikningum í Bretlandi og Hollandi.
En stöldrum aðeins við, getur verið að þessir álitsgjafar hafi gleymt að athuga hvort íslenskum innstæðueigendum á Icesave reikningum Landsbanka í Bretlandi og Hollandi hafi verið tryggðar greiðslur innstæðna af íslenska ríkinu. Ég tel alveg víst að Bretum og Hollendingum sem áttu innstæður í íslenskum bönkum á Íslandi hafi verið tryggðar greiðslur til jafns á við Íslenska innstæðueigendur.
Sé þessi grunur minn réttur, get ég ekki séð að neitt sé að óttast.
10.9.2010 | 08:48
Er einhverr hissa.
Jóhanna beitti þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2010 | 08:48
Allir út að veiða makríl.
Sögð geta hindrað ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |