9.9.2010 | 14:35
Óviðeigandi gerðir borgarstjóra.
Ég er og verð óviðeigandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2010 | 10:11
Ráðherrann þyrfti á kennslu í lestrarskilningi að halda
Svolítið einkennilegt sjónarmið ráðherra að nú skiptir máli að lántakendur komi ekki mis illa út úr falli krónunnar og bankanna, hann sagði ekki orð um sjálfsagðan jöfnuð þegar greiðslur af myntkörfulánum hækkaði um t.d. 55% við fall en greiðslur af vertryggðum lánum með viðmið við neysluverðsvísitölu hækkuðu um 25%.
Auk þess er alveg ótrúlegt að ráðherrann skilji ekki Íslensku. Lagagreinin sem hann vitnar svo gjarnan til er um hvernig greiða eigi til baka ofteknar greiðslur af lánum. Það mætti hugsanlega túlka það þannig að þegar bankarnir greiða lántakendum til baka ofteknar greiðslur, beri þeim að endurgreiða það sem þeir hafa innheimt umfram það sem Hæstiréttur hefur úrskurðað vaxtareiknað samkvæmt þessu ákvæði vaxtalaga sem ráðherrann vitnar svo oft til.
24.6.2010 | 16:30
Útaf með ráðherrann!
Hagkerfið þolir ekki samningsvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2010 | 12:05
Er Ísland bananalýðveldi?
Til að fá svar við þeirri spurningu þarf að skilgreina hvað er bananalýðveldi. Upphaflega var merking orðsins sú að landi væri stjórnað af spilltri yfirstétt, landeigendum. Einkenni þessara landa er að löggjafarvald og dómsvald eru veik og lúta vilja spilltu yfirstéttarinnar.
Við Íslendingar höfum í gegn um tíðina litið niður á þessar þjóðir og talað um þær með fyrirlitningu, gjarnan sagt að hinar og þessar þjóðir, sem okkur mislíkar eitthvað við væru bananalýðveldi.
Nú þegar við erum búin að átta okkur aðeins á því hvað bananalýðveldi er, getum við skoðað í eigin barm, hvort hugsanlega geti eitthvað leynst í okkar stjórnarfari sem gerir það að verkum að við verðskuldum þennan leiða stimpil.
Það hvarflar helst að manni þegar maður heyrir sífelldar dómsdagsspár ríkisstjórnarinnar þar sem þjóðinni er hótað að ef hún geri ekki eins og ríkisstjórninni henti, hrynji allt hér á landi, jafnvel getur þetta orðið svo slæmt að stjórnin verði að segja af sér. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt að forseta lýðveldisins var hóta að hér stæði ekki steinn yfir steini ef hann færi að vilja þjóðarinnar og stöðvaði Icesave ruglið.
Sem betur fer hefur engin þessara spádóma gengið eftir, enn áfram skal haldið,í fréttum sjónvarps í gærkvöldi komu bæði grátklökki ráðherrann og leiguþý hans fram og tilkynnu þjóðinni að fari Hæstiréttur landsins ekki að þeirra óskum sé yfirvofandi hrun alls bankakerfisins, þar held ég að Ísland hafi fyrir fullt og allt fallið í hóp bananalýðvelda, jafnvel komist þar mjög framarlega á blað.
Það er ekki á hverjum degi sem bæði ráðherra úr ríkisstjórn og seðlabankastjóri þjóðar sem telur sig með fremstu þjóðum heims hvað varðar lýðræði og mannréttindi komi fram í sjónvarpi til að hafa áhrif á æðsta dómsvaldið landsins með hótunum, en það höfum við Íslendingar upplifað nú.
En um hvað snýst málið? Jú lánastofnanir tóku áhættu með því að, vitandi vits lána fólki peninga verðtryggða miðað við gengi erlendrar myntar, í flestum tilvikum blöndu nokkurra gjaldmiðla, svokallaða myntkörfu, þrátt fyrir skýr ákvæði laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 26. Maí 2001 um ólögmæti þess, en í 14. Grein þeirra laga stendur:
14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv.13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði.Það ætti að vera hverjum manni, sem lesið hefur þessa grein, ljóst að um ólöglegt athæfi var að ræða, enda hefur Hæstiréttur Íslands tekið af allan vafa þar um. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar hafa sprottið upp umræður og vangaveltur um hvað beri að gera að fengnum þessum niðurstöðum. Þar hafa menn komið fram, jafnvel fólk sem talið er vera nokkuð þokkalega læst og með skilning á íslensku máli, s.s. prófessorar við háskóla landsins, ráðherrar og þingmenn og fleiri, sem virðast ekki skilja einfalda Íslensku í umræddum lögum. Dæmi þar um er túlkun á 18. Grein umræddra laga en hún hljóðar svo:
18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildurog hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honumhaft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt Það virðist vefjast fyrir þessu fólki eftirfarandi texti og hafi endurgjald verið greitt það þýðir á Íslensku ef búið er að greiða skuldina miðað við ógildan samning, ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt. Og 4. Grein laganna hljóðar svo: 4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.. Þetta segir okkur sem höfum skilning á Íslensku að því aðeins að búið sé að greiða of mikið af láninu komi þetta ákvæði til og þá aðeins þegar verið er að reikna vexti á umframgreiðslurnar. Það er hvergi minnst á að á einn veg eða annan skuli farið með umsamdar vaxtaprósentur í lánasamningunum, ákvæði samninganna þar um hljóta að standa, það voru lánastofnanirnar sem gerðu samningana, lántakendur höfðu ekkert um texta þeirra að segja, annaðhvort gátu þeir samþykkt þá eða verið án lánsins. Ráðherrann og hans lið hótar því að bankakerfið fari á hausinn ef ekki verður farið að hans vilja, en hvað með það? Nýlega svaraði umræddur ráðherra fyrirspurn Einar K. Guðfinnssonar á alþingi um eignarhald á nýju bönkunum, en að því að manni skilst eru 2 stærstu bankarnir í eigu kröfuhafa í gömlu bankanna. Á lista yfir þá kennir ýmissa grasa, nöfn sem meirihluti Íslendinga hefur ekki snefil af samúð með, eins og Glitnir bank Luxembourg S.A. , Sparisjóðabanki Íslands hf., Thingvellir fund L.L.C. (hver er að fela hvað í þessu) Exista hf. , Skipti hf., Stoðir hf., Saga Capital hf., Kjalar hf., Geysir Advisors L.L.C., og svo má lengi telja. Er eitthvert þessara nafna sem öðrum en viðskiptaráðherra og Seðlabankastjóra er ekki sama um?, sennilega eru mikið fleiri nöfn á listanum sem fela fólkið sem kom þjóðinni í þann vanda sem hún er nú í. Auk þess hefur það verið vitað frá hruni bankanna á haustmánuðum 2008 að bankakerfi á Íslandi er allt of stórt. Það ætti ekki að koma að sök að láta svo sem einn þeirra róa. Fjöldi banka og útibúa minnir nokkuð á fjölda bensínstöðva á Höfuðborgarsvæðinu. Fjöldinn skiptir ekki máli, viðskiptavinurinn borgar óráðsíuna, hann hefur ekki í önnur skjól að venda. Spurningunni um hvort Ísland sé bananalýðveldi verður svarað þegar Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp lokadóm í málinu, fer hann að lögum eða fellur hann fyrir hótunum framkvæmdavaldsins.Ég hef að fenginni reynslu fulla trú á að Hæstiréttur láti ekki kúga sig til hlýðni, heldur haldi sig við bókstaf laganna og vona að æðsta stjórn þjóðarinnar hætti að haga sér eins og óþekkir krakkar.22.6.2010 | 14:06
Þetta ætti að liggja alveg ljóst fyrir.
Ekki leyst nema fyrir dómstólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2010 | 13:30
Er svona mikil ástæða til að gráta með lánastofnunum
Það vekur hroll að hlusta á tregafulla, nánast grátklökka rödd alþýðuráðherrans ræða um vandræði lánastofnanna ef þau þurfa að standa við þá hluta lánasamninganna sem ekki var dæmdur ólöglegur. Það voru bankarnir/fjármögnunarfyrirtækin sem gerðu þessa samninga, þeir settu enga fyrirvara um hvað ætti að gera ef gengistryggingin héldi ekki og það er því þeirra að taka á sig vandann.
Á meðan ekki var útséð með úrslit málsins í Hæstarétti heyrðist hvorki í grátklökka ráðherranum né stjórnendum lánastofnanna um hver örlög íslenskra fjölskyldna yrðu. Margar þeirra hafa mátt þola mikil bágindi af völdum handrukkara kerfisins og telja líklegast enga ástæðu til að hafa samúð með kvölurum sínum
Lausn á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2010 | 12:58
Söm við sig velferðarstjórnin!
Það er einkennilegt hvernig þingmönnum samfylkingar tekst alltaf að snúa hlutunum á hvolf, þurfa menn sérstaklega að vera tregir til að fá þar húspláss? Magnús Orri Schram hefur ef til vill ekki tekið eftir því að ríkisstjórnin hans hefur alveg frá því hún tók við varið bankana fyrir kröfu almennings í landinu um leiðréttingu stökkbreyttra skulda.
Hann hlustar sennilega um of á forsætisráðherra sem tönnlast sí og æ á því að það sé búið að gera 50 hluti sem hafi bjargað stærstum hluta heimila í landinu, líklegast ekki haft fyrir því að leita þeirra sem hafa notið góðs af þessum gjörningum.
Magnús Orri vill bankaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2010 | 15:50
"Rekum óhæfa dómara" ATHUGIÐ Ritstjórn DV áskilur sér rétt til að eyða ærumeiðandi ummælum
Það stingur svolítið þessi mótsögn í DV leiðara frá 15.05.10 http://www.dv.is/leidari/2010/5/15/rekum-ohaefa-domara/ þar sem á milli fyrirsagnar og athugasemda ritstjórnar DV er ekkert sem réttlætir þessa ærumeiðingu "ritstjórans" á heila starfsstétt. þarna eru allir dómarar landsins allt frá héraðsdómurum upp í hæstaréttardómara sagðir minnipokamenn, hvaða merkingu sem það svo hefur. Það eina sem "ritstjórinn" styður þessa fullyrðingu sína með er að Þorvaldur Gylfason segi að svo sé og þessir menn og konur þekkja til Davíðs Oddsonar eða hafa jafnvel spilað við hann Bridge.
Það er sorglegt að hægt skuli vera að ausa skít yfir heila stétt og komast upp með það, sennilega í trausti þess að stéttin sem um ræðir nennir ekki að elta ólar við svona ómálefnalegar fullyrðingar.
En í mínum huga stangast á fullyrðingar DV annars vegar um að dómarar landsins séu vilhallir Davíð Oddssyni og hins vegar fullyrðingin að "ómaklegum" árásum á Baug hafi verið stjórnað af D.O.
23.2.2010 | 14:55
Er þessi frétt ekki á hvolfi?
Mér finnst í sjálfu sér ekki vera frétt að 80% aðspurðra skuli vera á móti því að Jóhannes Jónsson og eða Jón Ásgeir skuli fá að eignast einhvern hlut í fyrrum fyrirtækjum sínum. Aðal fréttin er að mínu mati að tæp tuttugu prósent skuli telja ásættanlegt að menn sem eru búnir að koma lífskjörum velflestra Íslendinga aftur um nokkra áratugi skuli fá að halda yfirráðum yfir fyrirtækjum sínum án þess að borga skuldir sínar fyrst.
Það er aum þjóð sem á ekki mannskap til að reka þessi fyrirtæki án þess að safna milljarðaskuldum. Það getur varla talist stórsnilld að keyra í þrot fyrirtæki, sem ætti nánast að reka sig sjálft. Hvernig hefur til dæmis verið hægt að klúðra verslunarrekstri eins og Bónus/Aðföngum, verslun með góðan helming matvörumarkaðsins? Eða hvernig var hægt að klúðra rekstri Símans, markaðsráðandi fyrirtækis sem keypt var á líklega mjög sanngjörnu verði. Ég held að öll hagsmunasamtök landsins eigi að feta í fótspor kennarasambandsins og lýsa yfir andstöðu við að bankarnir og eða lífeyrissjóðir landsmanna verði notaðir til að koma aftur fótum undir þessa menn. Nær væri að reka þá úr landi.
Þegar þeir hafa gert upp skuldir sínar við Íslenska þjóð, gæti verið í lagi að hleypa þeim aftur að fyrirtækjarekstri undir eftirliti ábyrgra aðila, við viljum ekki lenda aftur í samskonar rússibana.
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2010 | 10:22
Vinstra liðið eins um allan heim
Bretar græða á skattaskjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |