Ætli Þórólfur viti af þessu?

Ég vona að Darling hafi ráðfært sig við Þórólf áður en hann steig fram með svona glannalegar yfirlýsingar.

það væri alveg í takt við það sem á undan er gengið í þessu máli ef íslensk stjórnvöld stela frá okkur þjóðaratkvæðagreiðslunni vegna smá eftirgjafar Darlings í vaxtamálum.  Nú gildir það eitt að láta kné fylgja kviði, stráfella lögin of fá norðmenn til að semja fyrir okkur, þeir virðast vita hvernig eigi að afgreiða svona mál.


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðaleysi ríkisstjórnar í málefnum heimila í landinu.

Það er sorglegt að horfa upp á ráðaleysi stjórnvalda gagnvart skuldavanda heimila í landinu.  Þar var engan bilbug að finna eftir kosningar, þá voru til svör við öllu, láta lýðinn koma skríðandi til "velferðarráðherrans" eða einhvers sem hann vísar á í leit að ölmusu.  

Það gengi aldrei að leiðrétta lán heimilanna samkvæmt tillögum stjórnarandstöðu, en það hefði að líkindum dregið verulega úr þeim fjöldagjaldþrotum og upplausn heimila, sem nú eru að koma upp á yfirborðið.  Þegar komið er í ljós að  83% þeirra sem leitað hafa lausnar hafa farið bónleiðir til búðar er komið annað hljóð í strokkinn, nú er í lagi að vinna þetta í einhverri samvinnu við stjórnarandstöðu, líkt og þegar Icesave  málið strandaði á Bessastöðum var í lagi að fá stjórnarandstöðu í málið og jafnvel að taka tvo flokksformenn stjórnarandstöðunnar með í samningaviðræður. 

Þetta er aumkunarverð staða sem þjóðin á ekki að sætta sig við og væri stjórnin meiri ef hún viðurkenndi vanmátt sinn og leitaði í ríkari mæli og fyrr í ferlinu til stjórnarandtöðu við lausn svo erfiðra mála.             


mbl.is Fjölga úrræðum vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með það?

Ætli þjóðinni þyki ekki skárra að vera  utan ESB en að verða gjaldþrota og hanga þannig á húninum?
mbl.is Gæti frestað aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennilegt fréttamat.

Það kemur verulega á óvart að allar fréttagreinar sem mbl vísar til um mótmælin fjalla á hlutlausan hátt um málið, skýra frá hvað er að gerast, nema ein skrifuð af Íslendingi í Huddington Post , en þar er heimsendaspá Steingríms þulin yfir umheiminum, allt fer hér í rúst ef við látum ekki kúga okkur og svo framvegis, hvað er eiginlega að hjá okkur, geta Íslenskir blaðamenn unnið fréttir á hlutlausan hátt, hvorki hér á landi né annarsstaðar í heiminum?
mbl.is Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær snilld

Það væri alveg ótrúlega heimskulegt að reyna að bjarga heimilum landsins á einhvern einfaldan hátt.  Það er greinilega  hægt að hafa þetta svo flókið að ekki sé á nokkus manns færi að  fullyrða að flokksskírteini ráði því að séra Jón fái leiðréttingu á sínum skuldum þegar Jón fær enga.

 


mbl.is Grunnur að lausn á vanda heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er meining stjórnvalda að keyra þjóðfélagið í alkul?

Ég hélt að það væri hlutverk ríkisstjórnar að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot heimila og að halda atvinnuvegum og heimilum gangandi í ástandi eins og nú er í þjóðfélaginu í dag. Ég get ekki komið auga á að þessar aðgerðir séu til þess fallnar.  Það væri fróðlegt að fá vitneskju um hvort þetta sé eitt af skilyrðum IMF fyrir láninu eða er skattpíningarstefna gamla Alþýðubandalagsins farin að ráða ferð?


mbl.is Þrýsta vísitölunni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband