Ætli Þórólfur viti af þessu?

Ég vona að Darling hafi ráðfært sig við Þórólf áður en hann steig fram með svona glannalegar yfirlýsingar.

það væri alveg í takt við það sem á undan er gengið í þessu máli ef íslensk stjórnvöld stela frá okkur þjóðaratkvæðagreiðslunni vegna smá eftirgjafar Darlings í vaxtamálum.  Nú gildir það eitt að láta kné fylgja kviði, stráfella lögin of fá norðmenn til að semja fyrir okkur, þeir virðast vita hvernig eigi að afgreiða svona mál.


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að fylgjast með áherslumunum blaðana, á vísir er fyrirsögnin "brertar vilja alla sína aura - ljá máls á lægri vöxtum"

en mogginn "bretar fallast á eftirgjöf", hvort þessara málsgagna skyldi fylgja stjórnini og hvort fylgir stjórnarandstöðu.

það er alveg ömurlegt að það er ekki til fjölmiðill á íslandi sem hægt er að treysta að sé að segja hlutlaust og fordæmalaust frá.

joi (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:19

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Alveg hárrétt, oftast eru fréttir í besta falli færðar í þann búning sem hentar fréttamanninum, heyrir til undantekninga að íslenskir fréttamenn vinni fréttir af fagmennsku og hlutleysi

Kjartan Sigurgeirsson, 18.2.2010 kl. 09:57

3 Smámynd: Óskar

Þórólfur var nú bara að benda á einfaldar staðreyndir eins og að tafir á þessu máli hafa kostað þjóðina ómæld útgjöld og þjáningar.  Atvinnulífið hér helfrosið meðan það er verið að tefja þetta mál fyrir einhvern vaxtaafslátt.  Það er verðugt rannsóknarefni hvort tafirnar séu nú þegar ekki búnar að kosta okkur margfaldan icesave höfuðstólinn.  Mér finnst það mjög líklegt.

Óskar, 18.2.2010 kl. 10:53

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Aumingja Óskar þú ert ekki búinn að fylgjast með ættir að skoða málið. Þetta icesave er orðið að prinsipp atriði hvort við erum lýðræðisþjóð eða ekki ef við kjósum virkar lýðræðið en ef það verður af okkur tekið er hér ógnarstjórn sem við verðum að steypa!

Sigurður Haraldsson, 18.2.2010 kl. 12:06

5 Smámynd: Óskar

já góður Sigurður, ógnarstjórn sem við verðum að steypa - ok hvað viltu í staðinn ?  Sjálfstæðisflokkinn sem er forfaðir Icesave í alla ættliði ?  Bjarna Milestone,, Þorgerðí Kúlu,  Tryggva Kúlu,, Illuga sjóð níunda,  , Árna þjóf og Erlu Icesave ?  Verði þér að góðu!

Óskar, 18.2.2010 kl. 13:39

6 identicon

Óskar, íhaldið er skrítið. Þeir halda að það komi aftur 2007 og IceSave hverfi ef Bjarni Milestone Vafningur og co ná völdum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 13:57

7 identicon

Að það skuli vera til fólk eins og óskar og bjöggi. ég held að Danmörk sé fínt land fyrir þá, þeir koma mér allavega fyrir sjónir eins og útlendingar. það er ekkert eðlilegt að vilja sinni þjóð það íllt kjósa með Ice-save samningum sem landráðsmennirnir sömdu með bretum og hollendingum.

þórólfur er ekki marktækur hann er Crazy professor. Gú Gú

Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband